Að  búa yfir seiglu getur skipt sköpum fyrir fólk sem stendur frammi fyrir missi ástvinar, sem og fyrir þá sem ganga í gegnum mótlæti, en seigla er eiginleiki sem allir geta notið góðs af í daglegu lífi.

Lucy Hone, sem rannsakað hefur seiglu til langs tíma og er þekktur TED fyrirlesari  og móðir sem missti dóttur sína, hefur sett fram þrjár leiðir til að byggja upp seiglu. Hún byrjaði að rannsaka seiglu í námi sínu við háskólann í Pennsylvaníu í Fíladelfíu og haldið áfram rannsóknum sínum eftir að hún flutti til Ástralíu.  Þegar hún missti dóttur sína í slysi gat hún nýtt sér allt sem hún hafði lært um seiglu til að vinna með sína persónulegu reynslu og þróa aðferðir til að takast á við slík áföll og gefa öðrum von um að hægt sé að takast á við slíkt mótlæti.  Eftirfarandi eru 3 aðferðir sem hún notaði til að bjarga sér þegar myrkrið varð yfirþyrmandi.

  1. Fólk sem býr yfir seiglu eða þrautseigt fólk veit að þjáning er hluti af allri mannlegri reynslu. Hræðilegir hlutir gerast fyrir alla, og þegar það gerist fyrir þig, þá þarftu að átta þig á því að það er val á milli þess að sökkva til botns eða halda sér á floti. Raunverulegt líf fólks er ekki glansmynd eða sögur af samfélagsmiðlum. Í raun er andstæðan nær sanni: margir eiga við fjölskylduerfiðleika að stríða, sjúkdóma, COVID-19, náttúruhamfarir, hafa lent í einelti, njóta ekki jafnræðis við aðra o.s.frv.  Þrautseigt fólk veit að „slæmir hlutir gerast“ sem verður til þess að það upplifir sig síður sem fórnarlömb þegar það stendur frammi fyrir mótlæti og óyfirstíganlegum áskorunum.
  2. Þrautseigt fólk er gott í að stjórna athygli sinni. Það velur sér að einbeita sér að hlutum sem það getur breytt og eru raunsæt varðandi hluti sem það getur ekki breytt. Þróunarlega séð þá höfum við sem manneskjur tilhneigingu til að taka frekar eftir ógnunum og vandamálunum sem er eiginleiki sem hefur hjálpað okkur til að lifa af. Í nútíma samfélagi þá eru litlar líkur á því að við verðum elt af tígrisdýri þar sem þessi tilhneiging væri hjálpleg. Þess í stað er stöðugt verið að miðla til okkar slæmum fréttum af heiminum og heilinn okkar skynjar þær sem ógnir, sem virkjar streituviðbrögð í líkama okkar. Þrautseigt fólk dregur ekki úr neikvæðum atburðum í lífinu, heldur finnur það sína eigin leið með því að stilla sig inn á jákvæða og hjálplega þætti. Eftir að hafa misst dóttur sína sagði Lucy Hone við sjálfan sig að hún yrði að velja lífið fram yfir dauðann og hefur ákveðið nýta þessa reynslu til að kunna betur að meta það sem hún á í dag. Rannsóknir í jákvæðri sálfræði hafa sannað mikilvægi og hlutverk þakklætis í því að byggja upp seiglu. Gott dæmi um hvernig hægt er að byggja upp seiglu er að halda þakklætisdagbók sem hjálpar okkur að skrifa yfir neikvæða hugsun okkar og byggja upp von andspænis mótlæti.
  3. Þrautseigt fólk spyr sig: „Er það sem ég er að gera að hjálpa mér eða skaða?“. Lucy Hone segir að hún hafi spurt sjálfa sig þessarar spurningar seint á kvöldin þegar hún fékk þörf fyrir að skoða myndir af dóttir sinni Abi. Þá hefur hún munað eftir því að spyrja sjálfa sig hvort það væri að gera sér gott eða ekki og oft valið að vera góð við sjálfa sig og fara að sofa.  Það er hennar reynsla að bara það að spyrja sjálfan þig þessarar spurningar er öflug leið sem þú getur stuðst við í daglegu lífi. Þú getur notað hana til að fyrirgefa og leiða hugann frá vandamálum í fjölskyldunni en líka til að ákveða hvort þú eigir að drekka næsta vínglas. Spurningin hjálpar þér að finna fyrir meiri stjórn á eigin lífi.

Þú getur kannað hvernig Lucy Hone lýsir þessum 3 aðferðum í TED fyrirlestrinum,

Þú getur líka lesið bókina hennar “What Abi taught us”.

Comments are closed