Markmið æfingarinnar er að kynnast okkur sjálfum, sætta sig við sig eins og maður er og í kjölfarið vinna að því að öðlast jafnvægi og verða betri útgáfa af sjálfum okkur.

SWAN er skammstöfun fyrir:

S: Styrkleika (strengths)
W: Veikleika (weaknesses)
A:  Markmið /metnað (Aims / Ambitions)
N: Þarfir (Needs)

Styrkleikar eru jákvæðir eiginleikar sem við búum yfir. Þeir geta verið karaktereinkenni (gæska, þakklæti, hugrekki og aðrir) eða færni sem við höfum þróað (teikning, líkamlegt þrek, félagsfærni og fleira). Þegar við gerum æfinguna og lýsum styrkleikum okkar ættum við ekki aðeins að hugsa um einkennandi styrkleika, heldur alla mögulega styrkleika sem við búum yfir. Við gætum búið yfir styrkleikum sem við notum sjaldan en höfum engu að síður. Það er gott að skrifa allt niður, þannig að listinn sé tæmandi, en vera heiðarleg og óhlutdræg.

Veikleikarnir eru þeir eiginleikar sem takmarka möguleika og stöðva framfarir okkar. Til dæmis: leti, frestun, reiði og pirringur, skortur á þolinmæði o.s.frv. Flest okkar hafa lært eða talið sér trú um að við eigum að fela veikleika okkar. Þetta getur valdið okkur erfiðleikum og leitt til þess að við leitum ekki eftir aðstoð. Það er betra að vera meðvituð um veikleika okkar og finna út hvernig við getum notað styrkleika okkar til að sigrast á veikleikum okkar eða verið heiðarleg og leitað eftir aðstoð frá öðrum.

Markmiðin (metnaðurinn) okkar er það sem fær okkur til að standa upp úr rúminu á hverjum degi, leggja hart að okkur og halda áfram. Þegar við hugsum um og skráum markmið okkar er gott að muna að þau þurfa að vera raunhæf, eitthvað sem við getum náð (með því að nota styrkleika okkar) en ekki draumórar.

Allar manneskjur hafa þarfir. Grunnþarfir okkar eru þörf fyrir fæði, vatn, húsaskjól, fatnað o.s.frv.. Þegar grunnþörfum okkar er fullnægt, byrjum við að skynja þarfir eins og ást, menntun, félagslegt öryggi, vöxt o.s.frv. Almennt höfum við sex tegundir af þörfum: líkamlegar, andlegar, tilfinningalegar, sálfræðilegar, félagslegar og andlegar. Það er gott að gefa sér tíma til að skrá niður þarfir sínar og flokka þær.

Að byggja upp betri og yfirvegaðri útgáfu af okkur sjálfum.

SWAN æfingin krefst þess að við tökum tíma og vinnum í okkur sjálfum. Til þess þurfum við þrautseigju í að leita svara við eftirfarandi spurningum:

Styrkleikar (Strengths):

 • Hvaða styrkleika vil ég þróa með mér?
 • Hvaða styrkleika hef ég erft frá fjölskyldu minni?
 • Hverjir eru styrkleikar mínir, samkvæmt fólkinu sem þekkir mig best?
 • Hvaða af styrkleikum mínum get ég notað til að sigrast á veikleikum mínum?
 • Hver af styrkleikum mínum getur hjálpað mér að ná markmiðum mínum?

Veikleikar (Weaknesses):

 • Hverjir eru helstu veikleikar mínir?
 • Hvaða veikleikum get ég sigrast á?
 • Hvaða veikleika get ég sætt mig við og lifað með? Hvaða veikleika get ég ekki sætt mig við?
 • Get ég breytt veikleikum mínum í styrkleika?
 • Hvaða veikleikar hindra mig í að ná markmiðum mínum?

Markmið (Aims)

 • Hvaða markmið eru raunhæf og hægt að ná? Gefðu óraunhæf markmið upp á bátinn.
 • Hver er uppruni minna markmiða: fjölskyldan, draumar mínir, væntingar samfélagsins?
 • Á hverju byggja markmiðin mín: ótta, löngun, ást?

Þarfir (Needs)

 • Hverjar eru raunverulegar þarfir mínar, ekki langanir?
 • Eru þær þarfir mínar eða vænting frá samfélaginu?
 • Hverjum af þörfum mínum er fullnægt? Hvað þarf ég að gera til að mæta hinum?

Höfundur þessarar æfingar, Swami Niranjananda, mælir með því að við gerum hana á hverjum degi í 3 mánuði. Við getum notað hefðbundnu og gagnreyndu leiðina – að fylla út SVAN borðið (sjá form) á pappír og með penna, eða við getum stundað hugleiðslu á hentugum tíma yfir daginn (á morgnana eða á kvöldin kl.  Hvað er best?).

Eftir 3 mánuði getur þú hætt æfingunni, því þá ættir þú að hafa náð betri stjórn á vitund, huga og hugsunum. Við getum breytt viðhorfi okkar til okkar sjálfrar, sætta okkur við eðlilegt hlutverk okkar í lífinu – að vera það sem við erum en ekki einhver annar. Við upplifum okkur sjálf með samkennd og jákvæðni að leiðarljósi.

 

[i] Þessi æfing var þróuð af Swami Niranjananda (Satyananda jóga) sem hugleiðslu fyrir sjálfstjórn og stjórn á huga okkar. „Að lokum, með iðkun SVAN hugleiðslu, er stigum samþættingar náð þar sem mismunandi stig persónuleikans, eðlislæg, tilfinningaleg, andleg og sálræn, geta starfað í samfellu.“ ~Swami Niranjanananda Saraswati

Comments are closed