Um verkefnið

COPE verkefnið hefur það markmið að stuðla að þátttöku og fjölbreytileika á öllum sviðum, þar sem það að þróa seiglu er forvörn gegn streitu, andlegum og líkamlegum heilsufarsvandamálum, sem geta leitt til þess að fólk taki ekki fullan þátt í samfélaginu. Verkefnið nær til fólks sem stendur frammi fyrir hindrunum tengdum því að taka þátt í námi og þjálfun sem getur stutt fólk í að yfirstíga félagslegar og efnahagslegar áskoranir tengdar fötlun eða búsetu. Verkefnið miðar að því að styðja við fullorðna, kennara og starfsfólk fullorðinsfræðslunnar.

Markmið okkar er að

KENNA SEIGLU

Kennsluleiðbeiningar um undirstöðuatriði í kennslu sem stuðlar að seiglu og aðlögunarhæfni fullorðinna. Með það markmið að efla námshæfni, persónulega og félagslega hæfni.

BYGGJA UPP SEIGLU

Hagnýtt verkfæri á netinu fyrir leiðbeinendur og fullorðna nemendur til að nýta í staðarnámi eða sem stuðning.

EFLA SEIGLU

Tæki og tól vil valdeflingar fyrir símenntunarmiðstöðvar og fræðsluaðila til innleiða og auka áherslu á að þjálfa seiglu og byggja upp samstarfsnet notenda.