Nú má nálgast HEIMA appið á App Store og Google Play.
Heima appið er tækni sem getur hjálpað fjölskyldum að skipuleggja og skipta með sér heimilisstörfunum á ábyrgan og skemmtilegan hátt. Appið stuðlar að jafnrétti milli fjölskyldumeðlima og jafnar álag af þriðju vaktinni eða stjórnunarhlutverkinu. Appið er einnig góð leið til að auka aðlögunarhæfni og seiglu innan fjölskyldna með því að skipta ábyrgð og verkefnum jafnt á milli fjölskyldumeðlima auk þess að skipuleggja samverustundir fjölskyldunnar t.d. í tengslum við að fara saman á viðburði, í hjólatúr eða út að labba með hundinn.
Á bak við verkefnið standa tvær ungar konur og samfélagsfrumkvöðlar, þær Sigurlaug Guðrún Jónsdóttir, hugbúnaðarverkfræðingur og Alma Dóra viðskipta- og kynjafræðingur. Hvatinn á bak við verkefnið var sameiginlegur áhugi á jafnrétti kynjanna. Hægt er að nálgast viðtal við þær á Íslensku þar sem þær tala um bakgrunn verkefnisins og minnasts meðal annars á þann mikla áhuga sem ungir karlmenn hafa sýnt því.
Comments are closed