Okkur hættir oft til að halda að hamingju sé góð en alls ekki nauðsynlegt eða jafnvel gagnleg. Sumir segja jafnvel að fólk sem lifir hamingjusömu lífi verði mýkra og veikara. Hvernig er það þá mögulegt að rannsóknir sýni hið gagnstæða – hamingjusamt fólk býr yfir meiri seiglu.
Samkvæmt Barbara Frederickson (2004) er hamingja tilfinning sem hjálpar okkur að vera opinn og búa yfir aðlögunarhæfni í hugsunum okkar og hegðun. Cohn o.fl. (2009) komust að því að fólk sem upplifði oft jákvæðar tilfinningar býr jafnframt yfir aukinni seiglu sem hjálpar þeim að að takast á við margs konar áskoranir.
Aðrar niðurstöður sýna að jákvæðar tilfinningar auk seiglu tengda líkamlegri heilsu, sálrænni vellíðan hjálpa til við vöxt auðlinda og tengja sálfræðilega seiglu við líkamlega heilsu og andlegri vellíðan (Lyubomirsky, King og Diener, 2005; Nath & Pradhan, 2012).
Til að hjálpa þér að bæta hlutfallið á milli jákvæðra og neikvæðra tilfinninga og auka þannig seiglu þína getur þú nýtt þér æfingu (sem hluti af Practice Resilience þjálfuninni) sem hjálpar þér að auka tilfinningalega sjálfstjórn og stjórn á eigin lífi.
Tilfinningaleg sjálfsstjórnun eða stjórn á eigin lífi er hæfileikinn til að stjórna hegðun okkar með því að stjórna hugsunum okkar og tilfinningum. Fólk sem býr yfir sjálfsstjórn bregst síðu við hvötum sínum og lætur síðu reiði, afbrýðisemi, ótta eða aðrar tilfinningar hafa neikvæð áhrif á ákvarðanir sínar og hegðun. Tilfinningaleg sjálfstjórn bætir samskipti, hjálpar til við að forðast átök og bætir vellíðan.
Tilfinningatal (Mental Chatter) æfingin mun hjálpa þér að ná dýpri skilningi á tilfinningum þínum. Þú færð líka innsýn í þau markmið sem þú setur í forgang og þau gildi og heimsmynd sem þú mótar með skynjunum þínum.
Þú getur fundið frekari upplýsingar á COPE heimasíðunni.
Comments are closed