Seigla er nátengd jákvæðri sálfræði. Að byggja upp seiglu kemur frá því að leggja áherslu á jákvæða og styðjandi þætti sem hjálpa okkur að takast á við áskoranir og breytingar án þess að þær hafi neikvæð áhrif á heilsu okkar og vellíðan. Einn mikilvægur hluti jákvæðrar sálfræði eru hugmyndir um persónu styrkleika (character strengths).

VIA Institute on Character skilgreinir persónustyrkleika sem jákvæða eiginleika persónu þinnar sem lýsa eiginleikum og sérkennum þínum. Stofnunin er leiðandi rannsóknarstofnun á heimsvísu um persónu styrkleika sem hefur sett fram 24 megin persónu styrkleika sem hvert og eitt okkar býr yfir í mismunandi mæli. Athyglisvert er að það eru yfir 6 triljónir  mögulegra samsetninga (þ.e. talan 6 og síðan 23 núll!) af 24 styrkleikum, svo röðunin er mjög sjaldan nákvæmlega eins milli einstaklinga. Þrátt fyrir að lýsingin á hverjum af hinum 24 styrkleikum sé samræmd þá er mismunandi hvernig fólk sýnir og beitir sínum styrkleikum. Einstök samsetning styrkleika í hverri manneskju ákvarðar einstakt mannlegt eðli okkar allra.

Rannsóknir sýna að styrkleikar eins og þakklæti, góðvild, von og hugrekki geta verndað okkur gegn mótlæti í lífinu, hjálpað okkur að aðlagast, vera jákvæð og takast á við erfiðleika. (Fletcher og Sarkar, 2013). Önnur rannsókn Martínez-Martí og Ruch (2017) leiddi í ljós að von, hugrekki og eldmóður hafa hæstu fylgni við jákvæða aðlögun að áskorunum.

Veistu hverjir eru persónu styrkleikar þínir?  Ein af æfingunum í COPE þjálfuninni er að fara í gegnum Via Character prófið og vista niðurstöðurnar sínar.  Eftir að hafa gert það þá áttu að greina persónu styrkleika hjá vini og hrósaðu þeim.  Í kjölfarið ættum við að hvetja vin þinn til að taka prófið og læra Meira um sína styrkleika.

Þú getur fundið COPE þjálfunina á heimasíðu verkefnisins á ensku en það verður birt á íslensku í apríl 2023.

Comments are closed