Þunglyndi og kvíði eru stöðugt að aukast í Evrópu en fréttamiðillinn Politico fjallar um þessa þróun sem „Stærstu áskorun Evrópu“.  Eftir COVID-faraldurinn tóku við stríðsógnir, efnahagslegur óstöðuleiki og aukin áhrif loftslagsbreytinga. Að takast á við þessar áskoranir kallar á að við byggjum upp og þjálfum seiglu.  Mikilvægt er að fræðsluaðilar taki mið af þessum nýju þörfum um áskorunum. Með seigluþjálfun  getum við unnið á markvissan hátt að forvörnum gegn þunglyndi og kvíðaröskunum.

Í Cope verkefninu hafa verið þróaðar kennsluleiðbeiningar, námsefni og æfingar fyrir sjálfsnám og vinnustofur í seigluþjálfun.  Niðurstöður verkefnisins fela m.a. í sér:

  • Skilgreiningu á hvað er seigla og hvers vegna hún er mikilvæg;
  • Kynningu og leiðsögn fyrir fræðsluaðila;
  • Upplýsingar um hvernig megi byggja upp seigluþjálfun á netinu og í staðnámi;
  • Upplýsingar um stuðning og ítarefni tengt seigluþjálfun.

Ef þú hefur áhuga á að bjóða upp á seigluþjálfun geturðu nálgast „Að efla seiglu“ kennsluleiðbeiningar hér:

Fyrir frekari upplýsingar og stuðning geturðu haft samband: stefania@einurd.is.

Comments are closed