Kynning:

Á tímum sem þessum þegar flest öll lönd eru að jafna sig eftir COVID-19 er ein af algengustu tilfinningum meðal einstaklinga ótti, kvíði eða öryggisleysi. Við óvæntar aðstæður bregst hið ósjálfráða taugakerfi líkamans við með svokölluðu “flýja eða berjast” viðbrögðum og hefur gert svo frá örófi alda.

Því miður hefur “flýja eða berjast ” viðbragðið til langs tíma þau áhrif að auka streitu hjá viðkomandi til mikilla muna sem erfitt er að ná niður. Slæmu fréttirnar við það er að viðvarandi streita til langs tíma hefur skaðleg áhrif á heilsu okkar.

Þess vegna er mjög mikilvægt að við getum róað huga okkar og stjórnað því um hvað við hugsum. Með því getum við stjórnað álaginu á okkur og aukið seiglu hjá okkur.

En af hverju er mikilvægt að byggja upp seiglu?

Samkvæmt Háskólanum í Pennsylvaníu, er seigla skilgreind eftirfarandi:
Seigla er sá eiginleiki að geta komist fljótt aftur í fyrra horf eftir mótbyr eða áföll. Seigla felur líka í sér að vaxa við áskoranir”.

Það sem helst hefur áhrif á og viðheldur seiglu, er samkvæmt Prófessor Karen Reivich:

  1. Líffræðilegir þættir: útbreiðsla mannkyns og erfðafræðileg tilhneiging okkar;
  2. Sjálfsvitund: hvernig er upplifum við okkur á okkur sjálfum hér og nú;
  3. Sjálfsstjórn: hvernig og að hve miklu leyti getum við stjórnað tilfinningum okkar og gjörðum;
  4. Tilfinningagreind: eiginleikinn til að skoða aðstæður út frá mismunandi sjónarhornum;
  5. Bjartsýni: Eiginleikinn á að trúa því að allt fari vel, sama hvert verkefnið er;
  6. Sjálfstiltrú: trú okkar á eigin getur, tileinka okkur “Ég get þetta” hugarfarið;
  7. Sambönd að geta myndað það sterk tengsl við aðra manneskju að, og að treyst á stuðning þeirra;
  8. Stuðningsnet sem felur í sér þann stuðning sem við njótum í gegnum fjölskyldu, vini, starfsfélögum eða hjá fyrirtækinu sem við vinnum hjá.

Það sem einkennir þá sem búa yfir seiglu, er meðvitund um það sem veldur álagi og horfa á þá þætti sem áskoranir heldur frekar en ógn. Þeir sem búa yfir seiglu og standa frammi fyrir vandamálum horfa á þau sem tækifæri til vaxtar og leita fremur eftir áskorunum en að forðast þær.

Til að auka seiglu og hjálpa okkur að takast á við mótlæti hafa verið þróaðir eftirfarandi 5 námsþættir í COPE verkefninu:

Námsþáttur 1: Settu heilsuna í forgang

Í þessu námsþætti er fókusinn settur á heilsuna og þrjár megin stoðir þess að viðhalda góðri heilsu: holl næring, hreyfing og svefn. Öll þessi atriði hjálpa til við að draga úr álagi og skapa betri líðan.

Námsþáttur 2: Félagsfærni og tilfinningagreind

Í þessu námsþætti er kastljósinu beint að sjálfsvitund, sjálfsstjórn, ákvarðanatöku, samskiptafærni og síðast en ekki síst félagsfærni.

Námsþáttur 3: Að auka aðlögunarhæfni

Í þessu námsþætti horfum við á tilfinningalæsi, íhugun, hvernig við tökumst á við mótlæti og jöfnum okkur eftir áföll og áskoranir.

Námsþáttur 4 Sjálfstiltrú

Í þessu námsþætti horfum við á persónuleika okkar, hvernig við hugum að geðheilbrigði og aukum dómgreind og sjálfsstjórn, með því að horfa á heildarmyndina.

Námsþáttur 5 Bjartsýni og sjálfsmildi

Aðferðir sem hjálpa okkur að auka jákvæðni og lífsgleði, með því að ástunda þakklæti, skilgreina tilgangi lífsins og sýna sjálfum okkur mildi.  

Okkur þætti vænt um ef þú gætir gefið okkur álit á BYGGJA UPP SEIGLU þjálfuninni. Könnunin mun taka 5-10 mínútur.