Núvitund

Núvitund er það ástand kallað þegar við beinum athygli okkar að líðandi stund, augnablikinu, og horfum á umhverfið í kringum okkur með opnum huga, með forvitni og án fordæminga og tökum raunveruleikanum eins og hann blasir við okkur.  Núvitund er líka ferlið þar sem við æfum okkur í að ná núvitundarástandi, erum hér og nú með fulla athygli.

Með að vera meðvituð í augnablikinu hjálpar það okkur að auka þekkingu okkar á okkur sjálfum og öðrum, það bætir heilsu okkar og hamingju.

Þegar við erum meðvituð um vera í augnablikinu aukum við gleðina í lífi okkar því ómeðvitað ýtum við í burtu áhyggjum og kvíða fyrir framtíðinni. Fortíðin er að baki okkur og við getum ekki breytt henni og framtíðin er algjörlega ófyrirsjáanleg, þess vegna skiptir nútíðin máli. Núvitund hjálpar okkur að lifa meðvitað og í jafnvægi.

Við getum þróað og dýpkað núvitund okkar með því að taka frá þann tíma sem við viljum og stunda hugleiðslu og núvitundaræfingar. 

Hvernig líst þér á að gera núvitundaræfing, sem er mjög auðveld og hægt að gera hvar og hvenær sem er. Kannski ertu í raun að gera hana núna en samt ekki meðvitað ? 

Við erum að sjálfsögðu að tala um það að anda. Ef við gerum það meðvitað er þetta auðveldasta æfingin til að fanga athygli okkar og beina að augnablikinu. Þessi æfing er líka best til þess fallin að róa okkur niður og öðlast einbeitingu. Það eru til margar öndunaræfingar sem við getum notað okkur dagsdaglega, t.d.: djúpöndun, halda niðri í sér andanum, samstillt öndun, kassaöndun o.s.frv. Veldu þá öndunartækni sem hentar þér og byrjaðu að nota hana til að auka núvitund.

Æfing dagsins

Hér er öndunaræfing sem getur aukið núvitund og er hjálpað okkur að einbeita okkur. Þetta er öndunaræfing sem getur aukið frammistöðu og einbeitingu en á sama tíma er hún streitulosandi. Hún er notuð jafnt af íþróttafólki, sérsveit ameríska sjóhersins (Navy SEALs), lögreglumönnum sem og hjúkrunarfræðingum til að róa sig niður og vinna á kvíða. Hún er kölluð kassaöndun, því hún inniheldur fjórar hliðar sem mynda kassa:

Skref 1: Andaðu inn á meðan þú telur rólega upp að fjórum. Finndu lungun fyllast af súrefni.

Skref 2: Haltu niðri í þér andanum í 4 sekúndur. Reyndu að halda út án þess að anda út.

Skref 3: Andaðu núna rólega frá þér í 4 sekúndur, í gegnum munninn.

Skref 4: Haltu niðri í þér andanum í 4 sekúndur. Reyndu að halda út án þess að anda inn.

Endurtaktu þessa æfingu eins oft og þú getur. 30 sek af djúpöndun mun hjálpa til við að ná slökun og skýrari hugsun.