Besta framtíðin
Núvitund, það að vera viðstaddur hér og nú er lykilatriði fyrir okkur til að viðhalda seiglu, til að auðvelda okkur að taka réttar ákvarðanir og fylgja þeim eftir. Það að dreyma dagdrauma um framtíðina hefur jákvæð áhrif á lífsánægju okkar.
Það að hugsa jákvætt um framtíðina og skipuleggja hvernig við getum látið drauma okkar rætast hjálpar okkur á eftirfarandi hátt:
– hvetur okkur í að ná árangri
– eykur jafnaðargeð
– að styðja við og hjálpa öðrum
– að takast á við erfiðleika
– að taka betri ákvarðanir um framtíðina
Laura King, prófessir í sálfræði við Southern Methodist háskólann, hefur búið til æfingu sem hún kallar: “Besta mögulega lífið”. Hún felst í því að sjá fyrir sér bestu framtíðina fyrir þig í tengslum við eftirfarandi svið lífsins: 1) fyrir okkur sem persónur, 2) samskipti okkar við aðra og 3) í starfi eða okkar eða faglegri þróun. Í þessari æfingu er best að byrja á að sjá fyrir sér hlutina í tengslum við hvert svið og skrifa niður. Gott er að hugsa sér hvernig lífið mun líta út eftir 10 ár ef allt hefði farið eins og best verður á kosið og skrifa síðan niður hvernig lífið er þannig.
Æfing dagsins
Náðu í verkefnablað fyrir Besta mögulega lífið og farðu eftir leiðbeiningum verkefnisins.