Sálfræðingar skilgreina seiglu er notuð yfir innri styrkleika eða hæfni til að láta ekki ógnir, áföll eða erfiðleika í lífinu buga sig (Wald, Taylor og Asmundson, 2006). Seigla er ekki aðeins það að ná sér eftir erfiða reynslu heldur að nýta þessa reynslu til að ná persónulegum þroska. „Langtíma rannsóknir hafa sýnt fram á að seigla er lykillinn að árangri í lífi og starfi“ (Reivich, Schate; 2002). Vísindamenn við háskólann í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum skilgreina seiglu sem: „Seigla er hæfileikinn til að sigrast á erfiðleikum í lífinu. Seigla gefur okkur tækifæri til að vaxa við hverja áskorun og læra af henni“.
Það sem aðgreinir fólk sem býr yfir seiglu frá öðrum er að það skynjar erfiðleika ekki sem ógnir, heldur frekar sem áskoranir. Þeir hafa þroskandi hugarfar og trúa því að þeir geti lært og vaxið af hverju sem er. Þetta fólk tekur áskorunum og sigrast á þeim frekar en að forðast þær. Að þróa með sér seiglu er forvarnir gegn streitu, andlegum og líkamlegum heilsufarsvandamálum.
Til að svara þeim áskorunum sem Covid heimsfaraldurinn hefur fært okkur þá munu samstarfsaðilar í COPE verkefninu þróa fræðslu fyrir fullorðinna til að undirbyggja seiglu. Samstarfsaðilarnir eru; Happiness Academy í Búlgaríu, Einurð á Íslandi og Consultoría de Innovación Social á Spáni.
Fylgdu okkur á Facebook til að læra meira um seiglu og hvernig við getum þróað hana með okkur.
Comments are closed