Borða hollt

Þegar kemur að því að viðhalda seiglu og vera í stakk búinn að takast á við áskoranir skiptir fæða okkar miklu máli. Þegar við erum undir miklu álagi, finnur líkaminn fyrir þreytu og kallar á orkuríkan mat, s.s sætindi og einföld kolvetni. Í rannsókn sem var gerð árið 2016 fundu rannsakendur út að mataræði með háu blóðsykursálagi getur aukið einkenni þunglyndis og þreytu. Mataræði með háu blóðsykurs álagi inniheldur mikið magn einfaldra kolvetna, sem finna má meðal annars í gosdrykkjum, kökum, hvítu brauði og kexi.

Með því að innbyrða daglega andoxunarríka fæðu, s.s. grænt grænmeti og ávexti, omega3 og B12 vítamín og kólín úr eggjum, hjálpar það líkamanum og heilanum að starfa eðlilega og gerir okkur betur í stakk búinn fyrir áskoranir dagsins. 

Æfing dagsins

Borða hollar: Byggðu mataræði þitt upp með andoxunarríka grænu grænmeti og ávöxtum , omega 3 og B12 vítamín og kólín úr eggjum.