Komdu þér upp venju að borða hollari mat

Heilbrigðisvísindin hafa lengi þekkt til tengslanna á milli mettaðrar fitu og hjarta- og æðasjúkdóma. Með því að draga úr neyslu á mettaðri fitu, lækkar það LDL-kólesteról í blóði. LDL kólesteról stuðlar að myndun fitukekkja í blóði slagæða sem eykur hættuna á hjartaslagi eða blóðtappa. 

Lækkun blóðþrýstings er einnig mikilvægt fyrir heilbrigði hjartans og með því að draga úr neyslu á salti niður í 1500 millgröm á dag hefur það mikil áhrif á blóðþrýsting okkar. Salti er bætt við margar fæðutegundir í dag, sérstaklega unnar matvörur og skyndibita. Aðili sem vill lækka blóðþrýsting sinn ætti að sniðganga þannig matvörur.

Til að stíga fyrsta skrefið í áttina að taka upp heilbrigðara mataræði er gott að setja sér markmið og taka eitt skref í einu.

Æfing dagsins

Settu óhollt snakk, t.d. kartöfluflögur á staði sem erfitt er að ná í þær og settu hollara snakk s.s. gulrætur á aðgengilegan stað til að auðveldara sé að grípa í þær. Jafnframt er gott að draga úr innkaupum á óhollum matvörum jafnt og þétt.