Hreyfðu þig meira

Hreyfing eða líkamleg áreynsla hjálpar til við að viðhalda heilbrigðari líkamsþyngd og dregur úr líkunum á að þróa með sér sykursýki 2 og æðasjúkdóma og aðra langvinna sjúkdóma.

Að stunda styrktaræfingar með lóðum eykur vöðvastyrk og brennslu og hjálpar til við að halda heilbrigðri líkamsþyngd. Auk þess upplifa þeir sem eru líkamlega virkir oft eftirfarandi ávinning af hreyfingu: 

  • betri svefn
  • hægari heilahrörnun
  • minni streitu
  • minni líkur á beinþynningu
  • sterkara ónæmiskerfi

Það er hægt að hreyfa sig á svo marga mismunandi og skemmtilega vegu að hreyfing á ekki að vera ánauð heldur skemmtileg og á að vera framkvæmd vegna vellíðanarinnar sem hún framkallar, mun fremur en  eingöngu að líta vel út.

Æfing dagsins

Hafðu það fyrir reglu að reyna að ganga á milli staða ef vegalengdin er hæfileg (þú ákveður hvað er hæfileg vegalengd fyrir þig) eða að ganga stigann frekar en að taka lyftu.