Góður nætursvefn
Það eru nokkrir þættir sem geta truflað góðan nætursvefn, einn af þeim er kæfisvefn. Kæfisvefn á sér stað þegar öndunarvegur stíflast ítrekað við svefn. Áhrifaþættir geta verið ofþyngd, neysla áfengis eða neysla óholls mataræðis.
Með því að minnka neyslu á áfengi og koffíni er hægt að stuðla að betri svefni þó að viðkomandi þjáist ekki af kæfisvefni.
Æfing dagsins
Veldu eitt af neðan greindu og tileinkaðu þér á hverjum degi í viku.
1. Skiptu út sykruðum drykkjum fyrir vatn og jurtate.
2. Farðu í sturtu 30 mínútum áður en þú ferð að sofa.
3. Hafðu svefnherbergið 2-3 gráðum kaldara en önnur herbergi.