Reynum að skilja af hverju við högum okkur eins og við gerum

Til að reyna að skilja betur hegðun okkar er gott að skoða ABC verkefnið, sem var hannað af sálfræðingnum Dr. Albert Ellis. Þessi æfing hjálpar okkur að skilja tengslin á milli virkni (A), skoðana (B) og viðbragða okkar tengd tilfinningum og atferli (C)

Albert Ellis bendir á að það er ekki atburðurinn beint sem hefur áhrif á líðan okkar og viðbrögð, heldur hvernig við tölum við okkur sjálf, skoðun okkar og hugmyndir um atburðinn sem hefur áhrif á líðan okkar og um leið hvernig við bregðumst við. Stundum er skoðun okkar á aðstæðum ekki rétt sem gerir það að verkum að viðbrögð okkar eru röng miðað við aðstæður.

Æfing dagsins

Tilfinningarán er hugtak sem er komið frá Daniel Coleman, sérfræðingi í tilfinningagreind. Hugtakið skilgreinir hvað gerist þegar mandlan, sá partur í heilanum sem samhæfir viðbrögð taugakerfisins, yfirtekur rökrétta hugsun okkar.  Í hættulegum aðstæðum er það mandlan sem hjálpar til með ósjálfráðum viðbrögðum, (t.d. ef við erum elt af villidýri) en í dagsdaglegum aðstæðum þar sem við hugsanlega upplifum einhverja ógn á mandlan það til að taka af skarið og koma af stað viðbrögðum sem eru hreint og beint órökrétt og jafnvel hættuleg okkur.

Upphugsaðu aðstæður þar sem þú hefur upplifað tilfinningarán. Lýstu aðstæðum.

  1. Lýstu aðstæðum
  2. Hvað orsakaði þessar aðstæður?
  3. Hvernig brást þú við? Hvernig brugðust aðrir við?
  4. Hvernig lauk aðstæðunum?
  5. Hvað lærðir þú í þessum aðstæðum?