Skapmælirinn

Skapmælirinn er verkfæri sem var hannað af Miðstöð Tilfinningalegrar Greindar í Yale, Bandaríkjunum. Skapmælirinn hjálpar okkur við að greina og skilja bæði líðan okkar og tilfinningar.

Skapmælirinn er byggður upp sem kassi með fjórum ferningum í, með sinn litinn hvern, rauðan, bláan, grænan og gulan, sem hver og einn inniheldur mismunandi tilfinningar. Allar þessar tilfinningar eru flokkaðar eftir ánægju- og orkustigi.

Tilfinningar á rauða svæðinu innihalda mikla orku en lágt ánægjustig, s.s. reiði, ótti og hræðsla.

Tilfinningar á bláa svæðinu innihalda litla orku og litla ánægju, s.s. depurð, pirringur og kvíði. 

Tilfinningar á græna svæðinu innihalda litla orku en mikla ánægju, s.s. ró, slökun og kyrrð.

Tilfinningar á gula svæðinu innihalda mikla orku og mikla ánægju, s.s. hamingju, tilhlökkun og forvitni.

Um leið og við verðum meðvituð um tilfinningar okkar, förum við að skynja hvernig þær hafa áhrif á ákvarðanir okkar og hegðun. Skapmælirinn gerir okkur kleift að greina á auðveldan hátt hvar við erum stödd í núinu, sem hjálpar okkur að taka ákvarðanir sem munu bæta líðan okkar, ef þess þarf. 

Markmið okkar er að vera á græna og gula svæðinu um 70% tíma okkar. Með því getum við aukið bæði hamingju okkar og þeirra í kringum okkur. Vísindamenn hafa sannað að hamingja er smitandi, þegar við erum hamingjusöm smitum við út frá okkur til þeirra sem við erum nálægt, svo hamingja þeirra eykst, um allt að 15% hjá þeim sem standa okkur næst en annarra um allt að 6-10%.

Æfing dagsins

Veldu á skapmælinum hvernig þér líður hér og nú.

Veltu fyrir þér hvað hugsun og skynjun hafa mikil áhrif á tilfinningar þínar.

Ef meirihluti tilfinninga þinna fellur undir rauða eða bláa flokkinn, reyndu þá strax í dag að gera eitthvað til að koma þeim yfir í græna eða gula flokkinn.