Viðbragðsáætlun

Í viðskipta – og stjórnunarfræðum er hugtakið viðbragðsáætlun oft notað. Það er þegar búið er að skoða ofan í kjölinn hvaða hindranir eða vandamál geta komið upp í hverju tilviki fyrir sig og hvaða leiðir eru færar til að takast á við þær hindranir.

Þér kann að finnast tilgangslaust að hugsa upp aðstæður sem geta komið upp og hvernig best sé að bregðast við þeim, sérstaklega þar sem bæði er erfitt að hugsa upp allar hugsanlegar aðstæður og einnig að það eru litlar líkur á að þær raungerist.

En málið er að ef þú ert með viðbragðsáætlun, sama hvað gerist, þá ertu búin að ákveða hvað gera skal. Ef þú ert undir álagi þá getur það hjálpað að vera búin/n að ákveða hvernig bregðast skal við. 

Æfing dagsins

Byggt á tilfinningaráninu sem þú varst að vinna með, hugsaðu um 3 aðstæður sem þú nefndir og hvað þú lærðir af þeim og sett fram viðbragðsáætlun sem þú getur nýtt þér til að minnka álag og koma í veg fyrir að upplifa aftur tilfinningarán. Settu fram markmið um hvernig þú ætlar að nýt þér viðbragðsáætlanir til að vinna með erfiðleika og áskoranir í framtíðinni.