Matarfíkn – Sykurfíkn
Fjölmargar niðurstöður benda á sterk tengsl á milli mataræðis og skapferlis.
Hugtak sem hefur fengið vaxandi athygli undanfarin 10 ár er matarfíkn. Sögulega hefur orðtakið fíkn hingað til verið tengt við óhóflega neyslu fíkniefna þrátt fyrir neikvæð áhrif þeirra. Fíkn er í dag notað í víðari merkingu, jafnvel er vísað til hegðunarfíknar, sem er skilgreint sem hegðun sem er endurtekin til að öðlast umbun, jafnvel þó að afleiðingarnar séu neikvæðar. Einstaklingar sem þróa með sér matarfíkn sýna sömu einkenni og þeir sem kljást við eiturlyfjafíkn, s.s. óstjórnlega löngun í mat öllum stundum, óhóflega skammtastærð þar sem sífellt meira magn matar þarf til að ná umbun og algjöra óstjórn til að takast á við aðstæður.
Stór partur af þeim rannsóknum sem hafa verið gerða á matarfíkn hafa sett kastljósið á sykurfíkn, þar sem talið er að sykurfíkn sé hin undirliggjandi orsök matarfíknar.
Ólíkt öðrum fíknum eða fíkniefnum er auðvelt að koma auga á sykurfíkn. Skýrasta merki sykurfíknar er inntaka á óhóflegu magni matar eða drykkja með háu sykurinnihaldi.
Árið 2016 fundu rannsakendur það út að mataræði með háu innihaldi blóðsykurs getur orsakað aukin einkenni þunglyndis og þreytu.
Mataræði sem veldur blóðsykursálagi inniheldur mikið magn einfaldra kolvetna, sem finna má í öllum gosdrykkjum, hvítu brauði, kökum og kexi. Grænmeti, heilhveiti og heilkorn innihalda lítið magn blóðsykurshækkandi efna.
Jafnvel þó að hollt mataræði geti bætt líðan þá er það mikilvægt að fólk sem þjáist af þunglyndi leiti til lækna og fái aðstoð þannig.
Æfing dagsins
Dragðu úr inntöku sykurs jafnt og þétt í drykkjum s.s. kaffi og te, frá t.d. 10 skeiðum á dag niður í 6.