Sjálfsást

Sjálfsást er oft ruglað saman við að vera sjálfhverfur eða narsissisti. En er það rétt skilgreining? 

Sjálfsást felst í að bera virðingu fyrir eigin vellíðan og hamingju og sjá um að fullnægja þörfum sínum? Að elska sjálfan sig þýðir ekki að við höldum að við séum fallegust, snjöllust og best o.s.frv., heldur þýðir að við sættum okkur við okkur sjálf, með göllum okkar, veikleikum og styrkleikum. Sjálfsást þýðir að við gefum sjálfum okkur (líkama okkar, heila og hjarta) það sem við þurfum til að lifa lífinu á eins heilbrigðan hátt og hægt er og sem lengst.

Þegar við elskum okkur sjálf eigum við auðveldara með að viðurkenna veikleika okkar og styrkleika, við þurfum ekki að fela eða útskýra galla okkar, og við látum ekki stolt yfirskyggja dómgreind okkar, við höfum samúð með okkur þegar okkur mistekst, við mætum mótlæti með umburðarlyndi og það er auðveldara fyrir okkur að finna tilgang í lífinu og lifa samkvæmt gildum okkar.

Sjálfsást er mikilvæg forsenda fyrir því að lifa góðu lífi. Hún hefur áhrif á þá ímynd sem aðrir hafa af okkur s.s. vinir og samstarfsmenn, og hefur þannig áhrif á árangur okkar bæði hvað varðar vinnu og tengslamyndun. Því meiri sjálfsást sem við höfum því farsælli erum við. Það er gagnlegt að búa yfir sjálfsást þegar við mætum mótlæti því með henni tökumst við betur á við vandamál, mistök og missi.

Æfing dagsins

Hér er góð æfing að gera um leið og við vöknum á morgnanna. Shauna Shapiro, prófessor við sálfræði við Santa Clara háskólann, mælir með að gera hana til að vekja okkur inn í daginn í núvitund.

  • Þegar þú vaknar, leggðu hönd á hjarta þitt. Einbeittu þér að lófa þínum og hjartslætti.
  • Andaðu inn og segðu: Góðan daginn xxxx (þitt nafn) eða Góðan daginn, ég elska þig xxxx (þitt nafn).
  • Einbeittu þér að því að upplifa hvernig þetta fær þig til að líða. Athugaðu hvort að þú getir komið góðvild og forvitni inn í líðan þína. Hafðu í huga að það er ekki til nein röng eða rétt líðan.
  • Treystu því að þú sért að planta fræjum nærveru og samúðar fyrir þig og að þessi fræ muni vaxa og styrkja sjálfsást þína.

Ef þú venur þig á að heilsa sjálfum þér með ást á hverjum morgni geta þessar fyrstu stundir dagsins umbreytt því sem eftir lifir dags, lífi þínu og lífi annarra. Sjá link þar sem Shauna Shapiro lýsa þessari æfingu:  https://youtu.be/CqxNevDwMM4