Mannúð

Mannúð felur í sér staðfestingu á því að í grunninn eru allar manneskjur eins í grunnþörfum sínum og löngunum til að forðast þjáningar. Hún felur líka í sér að viðurkenna að mistök eru hluti af lífinu og að allir upplifa þau. Að viðurkenna það getur hjálpað okkur að minnka óöryggi okkar, því við erum ekki ein eða aðskilin frá öðrum heldur eigum við mun meira sameiginlegt en ekki.  

Á hinn bóginn er grundvöllurinn að heilbrigðu sambandi okkar við aðra byggt á öryggi, trausti og á þörfinni að tilheyra einhverjum.

Vísindamenn hafa komist að því að sambönd þar sem faðmlag og snerting eru til staðar hafa tilhneigingu á að vera sterkari og varanlegri.

Að fá þétt faðmlag áður en við förum inn í streituvaldandi aðstæður getur hjálpað okkur til að slaka á og róa okkur.  Ástæðan fyrir þessu er sú að þegar við föðmum eða kyssum ástvin okkar hækkar oxytósínmagnið í blóði okkar. Þetta öfluga hormón er oft kallað “bindingarhormónið” vegna þess að það stuðlar að tengingu í samböndum, þar á meðal milli mæðra og nýfæddra barna þeirra.  

Knús er sammannleg tjáning okkar. Knús gerir okkur hamingjusamari, heilbrigðari og bætir sambönd okkar!

Æfing dagsins

Tjáðu ást þína og stuðning með því að knúsa einhvern í dag!

Okkur þætti vænt um ef þú gætir gefið okkur álit á BYGGJA UPP SEIGLU þjálfuninni. Könnunin mun taka 5-10 mínútur.