COPE verkefnið fjallar um aðferðir til að þjálfa seiglu með áherslu á valdeflingu og inngildingu og sem lið í heilsueflingu og til að koma í veg fyrir streitu. Með því að bjóða upp á þjálfunina ókeypis á netinu geta fleiri nýtt sér hana.  Afurðir verkefnisins snúa bæði að aðgengi að sjálfsnámi, aðferðum og æfingum sem og kennsluleiðbeiningum sem fullorðinsfræðsluaðilar og leiðbeinendur geta nýtt í kennslu.

Fyrsta afurðir verkefnis hefur nú litið dagsins ljós eða TEACH RESILIENCE kennsluleiðbeiningar fyrir leiðbeinendur og kennara innan fullorðinsfræðslunnar  á ensku, spænsku, búlgörsku og íslensku.  Í kennsluleiðbeiningunum er farið yfir hæfniviðmið (þekking, færni og hugarfar) og aðferðafræði í seigluþjálfun fullorðinna.

Kynning á kennsluleiðbeiningum fór fram í samstarfslöndum í september til október 2022 og í kjölfarið voru leiðbeiningar endurskoðaðar m.a. settar fram ítarlegri upplýsingar um aðferðafræði og skýrari tengingar við PRACTICE RESILIENCE æfingarnar  sem hægt er að nota bæði á netinu (til sjálfsnáms) ) og í seigluþjálfun í fullorðinsfræðslunni. Samstarfsaðilar vinna nú að frágangi á PRACTICE RESILIIENCE æfingunum sem verður fylgt eftir með tilraunakennslu.

Lokaniðurstaða verkefnisins er EMPOWER RESILIENCE verkfærakista í seigluþjálfun og samstarfsnet aðila í fullorðinsfræðslu sem nýta afurðir verkefnisins. Ef þú vilt vera hluti af COPE samstarfsnetinu, eða ef þú hefur einhverjar spurningar eða ábendingar varðandi TEACH RESILIENCE kennsluleiðbeiningarnar eða aðrar afurðir verkefnisins, er velkomið að hafa samband við samstarfsaðila verkefnisins;

  • Happiness Academy – í Búlgaríu sem leiðir verkefnið og vinnu við PRACTICE RESILIENCE
  • Einurð – á Íslandi sem leiddi vinnu við TEACH RESILIENCE kennsluleiðbeiningarnar
  • Consultoría De Innovación Social – á Spáni sem leiðir vinnu við EMPOWER RESILIENCE og uppbyggingu samstarfsnetsins.

Comments are closed