Sjálfsstjórn

Sjálfstjórn er sá eiginleiki að getað stýrt hegðun með því að stjórna hugsun og tilfinningum okkar og um leið bæta líkamlega og andlega líðan. Fólk sem er með góða sjálfsstjórn bregst yfirleitt ekki ósjálfrátt við áreiti og gefur ekki eftir fyrir tilfinningum eins og t.d. reiði, afbrýðisemi, ótta eða öðrum tilfinningum sem geta haft neikvæð áhrif á ákvarðanir og hegðun. Sjálfsstjórn bætir sjálfsmynd fólks sem um leið bætir samskipti milli fólks og bægir þeim frá átökum við aðra.

Æfing dagsins

Æfingin heitir andlegt spjall. Hún hjálpar okkur að ná fram betri og dýpri skilningi á gæðum tilfinninga okkar. Við öðlumst innsýn í markmið okkar og forgangsröðun á þeim ásamt þeim gildum og heimssýn sem skapa viðhorf okkar almennt.

Skref 1:

Haltu dagbók yfir hugsanir þínar sem vakna við þessa æfingu, í a.m.k. 7 daga.

Ein leið til að ná árangri í þessu verkefni er að reyna að fylgjast með hugsunum þínum líkt og þú sért að fylgjast með þeim séð utan frá, þ.e. eins og einhverjum utanaðkomandi sem er að fylgjast með huga þínum, hugsunum og ímyndum sem þar birtast.

Á meðan þú gerir þessa æfingu passaðu þig á að dæma ekki þær hugsanir, tilfinningar eða ímyndir sem skjóta upp kollinum. Reyndu að standast freistinguna á að flokka þær niður í “jákvæðar”, “neikvæðar” “góðar” og “slæmar”. Markmið þitt er að eingöngu að fylgjast með þeim hugsunum sem birtast án þess að dæma þær, flokka þær eða gera athugasemdir við þær.

Ef þér finnst það að fylgjast djúpt með hugsunum þínum sé að hafa áhrif á hvernig þér gengur að skrá þær niður þá er það alveg eðlileg tilfinning. Taktu reglulega hlé frá æfingunni og haltu áfram þegar þú ert tilbúin/n að takast aftur á við verkefnið. 

Skref 2:

Eftir því sem líður á vikuna, farðu yfir þær hugsanir sem þú skráðir niður og svaraðu eftirfarandi spurningu. Hvaða hugsanir eru ríkjandi hjá mér?

o            Neikvæðar;

o           Jákvæðar.

Flokkaðu þær hugsanir sem þú skráðir niður í eftirfarandi flokka: a) hugsanir þar sem þú berð þig sama við aðra; b) hugsanir um samskipti þín við aðra; c) hugsanir um verkefni og vinnu; d) hugsanir um fortíðina; e) hugsanir um framtíðina; f) aðrar hugsanir.