Þekktu styrkleika þína
Í rannsókn framkvæmdri af VIA stofnuninni í persónurannsóknum (VIA Institute for Character Research) voru skilgreindir 24 persónuleikastyrkleikar sem við mannkynið eigum sameiginlega. Þessir styrkleikar sýna jákvæða þætti persónuleika okkar, eiginleika eins og góðvild, forvitni og seiglu, eiginleika sem skilgreina hver við erum og eru álitnir mikilvægir af öðru fólki og samfélaginu öllu. Það athyglisverða við þessa eiginleika er að það eru til 600 trilljónir (23núll) mögulegra samsetninga á þessum 24 styrkleikum, svo það er afar sjaldgæft að persónuleikar fólks séu eins. Þrátt fyrir að þessir 24 styrkleikar séu alls staðar nálægir, er það einstakt hvernig eiginleikar fólks koma í ljós. Einstök samsetning styrkleika í hverri manneskju ákvarðar fyrir fram mannlegt eðli okkar.
Veist þú hverjir eru þínir persónuleikastyrkir? Notaðu æfinguna til að finna út eða staðfesta einstaka jákvæða eiginleika þína.
Æfing dagsins
Framkvæmdu VIA prófið og vistaðu niðurstöðurnar. Eftir það finndu út persónuleikastyrki þinna nánustu og hrósaðu þeim fyrir þá. Hvettu fólkið í kringum þig til að framkvæma sjálft VIA prófið til að læra um sína persónuleikastyrki.