Hugsaðu um heilann

Við erum flest öll ekki meðvituð um þá staðreynd að heilinn í okkur minnkar með aldrinum. Eins og vöðvi sem rýrnar vegna skorts á notkun, byrjar mannsheilinn að missa taugafrumur og minnka eftir því sem við eldumst. Með tímanum getur þessi rýrnun leitt til andlegs sljóleika í besta falli eða minnisleysis eða vitglapa í versta falli. Þrátt fyrir að við getum ekki spornað við því að eldast, getum við unnið á móti hrörnun heilans. Þó að heilinn í okkur breytist með aldrinum, er hægt að viðhalda skerpu heilans með alls kyns æfingum og leikjum til að þjálfa hann, líkt og við getum þjálfað alla vöðva okkar með æfingum. Rannsóknir hafa sýnt að fullorðnir einstaklingar sem nota svona hugaræfingar og leiki eru 63% ólíklegri til að þjást af heilabilun en þeir sem stunda ekki neinar æfingar. Alveg eins og að vera með sterkt bak eða sterka handleggi, er hugur okkar “notaðu það eða týndu því “ líffæri og því meiri fyrirbyggjandi aðgerðir sem þú gerir til að halda honum heilbrigðum, því betra. 

Æfing dagsins

Skoraðu á heilann, leikum Litaleikinn. Hann er mjög einfaldur. Skrifaðu niður heiti á nokkrum litum, en breyttu litunum í textanum í andheiti miðað við sjálfan litinn sem orðið lýsir, sem dæmi:

Lestu núna upphátt þann lit sem orðin eru í, en ekki litinn sem þau lýsa. Þó að þetta hljómi auðveldlega er þetta frekar erfiður leikur. Renndu eins hratt yfir orðin og þú getur og farðu nokkrum sinnum yfir textann til að athuga hvort að hraðinn aukist. Um leið og þessi orð eru orðin þjál, skrifaðu niður önnur litaheiti með sama stíl en hafðu þau fleiri núna og farðu eins að með þau.