Dómgreind

Sagan um: “Góðir hlutir eða slæmir hlutir, hver veit?”*

Það var einu sinni bóndi sem átti eina meri og einn son.

Dag einn strauk merinn burt. Nágrannarnir komu til bóndans og voru miður sín yfir strokinu: “Þetta eru slæmar fréttir, hvernig ætlarðu að vinna á ökrunum hestlaus? Bóndinn svaraði: “Góðir hlutir eða slæmir hlutir, hver veit“.

Nokkrum dögum seinna skilaði merinn sér heim og með henni fylgdi annar hestur. Nágrannar bóndans urðu mjög glaðir fyrir hans hönd og sögðu: ”Þvílík heppni, nú geturðu unnið tvöfalt meira á ökrunum með tvo hesta”. Bóndinn svaraði: “Góðir hlutir eða slæmir hlutir, hver veit?“.

Daginn eftir datt sonur bóndans af nýja hestinum og fótbrotnaði. Nágrannarnir mættu og sögðu: “En slæmar fréttir, nú þegar hann er rúmliggjandi getur hann ekkert hjálpað þér”. Bóndinn svaraði: “Góðir hlutir eða slæmir hlutir, hver veit?“.

Stuttu seinna bárust af því fréttir að stríð væri hafið og allir ungir menn ættu að skrá sig í herinn. Allir í sveit bóndans urðu sorgmæddir því þeir vissu að fjöldinn allur af ungum mönnum myndi ekki skila sér heim aftur. Sonur bóndans gat ekki skráð sig þar sem hann var fótbrotinn. Nágrannarnir fylltust öfund og sögðu: ”En þú heppinn, þú getur haft son þinn hjá þér “. Bóndinn svaraði: “Góðir hlutir eða slæmir hlutir, hver veit?“.

*Saga þessi og æfingin sem henni fylgir eru úr bókinni: “Ef þú ert svona vel gefinn, af hverju ertu þá ekki hamingjusöm/samur?“ eftir prófessor Raj Raghunathan.

Æfing dagsins

Kíkjum á stóru myndina núna. Hlöðum niður verkefninu á slóðinni: “Góðir hlutir eða slæmir hlutir – hver veit?“, og byrjum að fara yfir neikvæðar aðstæður úr fortíð okkar.