Sjálfsstjórn

Þrátt fyrir að sjálfsstjórn hafi yfirleitt verið skilgreind sem jákvæður eiginleiki sem geti hafi áhrif á að ná betri árangri almennt í leik og starfi, í lífinu og betri heilsu, hafa nýlegar kannanir einnig sýnt fram á að fólk með mikla sjálfsstjórn eigi auðveldara með að fá meira út úr lífinu og öðlast meiri lífshamingju.

Niðurstöður úr rannsókn sem var gerð var á 545 einstaklingum í háskólanum í Utrecht, Hollandi, benda til þess að fólk með mikla sjálfsstjórn sé hamingjusamara vegna þess að: 1) það er meðvitaðra um jákvæðan ávinning og þess vegna árangursmiðaðrar í hegðun sinni og 2) þau haga forvörnum sínum ekki til þess að forðast því að tapa einhverju og eru ekki upptekin af því þegar það ræðst í ákveðin verkefni.

Sjálfsstjórn hefur verið tengd við góðan árangur í lífinu, svo virðist sem einstaklingar með mikla sjálfsstjórn hafi meiri von og væntingar um framtíðina fremur en að sniðganga hindranir. Að því sögðu, þá er það ljóst að þrátt fyrir að leitin að hamingjunni sé ekki auðveld þá er hún alfarið í okkar höndum.

Æfing dagsins

Hér notum við aðferð til að takast á við kvíða sem kallast 5-4-3-2-1 og beinir sjónum að skynfærum okkar.

Skref 1: Stattu upp, réttu úr þér og stattu með fætur örlítið í sundur og andaðu rólega inn og út, þrisvar sinnum.

Skref 2: Taktu eftir 5 hlutum sem þú getur séð – s.s. stóll eða lampi.

Skref 3: Komdu við 4 hluti – s.s fötin þín eða húsgögn.

Skref 4: Hlustaðu eftir 3 hlutum – s.s. umferð eða umgangi.

Skref 5: Lyktaðu af 2 hlutum – s.s. ilmvatnið þitt eða sjampó.

Skref 6: Bragðaðu 1 hlut

Skref 7: Einbeittu þér að því að anda rólega inn og út. Hvernig líður þér?

Okkur þætti vænt um ef þú gætir gefið okkur álit á BYGGJA UPP SEIGLU þjálfuninni. Könnunin mun taka 5-10 mínútur.