Hjálpsemi

Samkvæmt rannsókn, þá upplifðu einstaklingar með króníska verki, minni einkenni þegar þau unnu sjálfboðliðastarf með öðrum einstaklingum.  

Ef þú þjáist af hjartasjúkdóm, hefurðu örugglega fengið þau skilaboð frá lækninum þínum að minnka neyslu á rauðu kjöti eða minnka álagið í vinnunni. Þú ættir líka að íhuga að gefa þér tíma í að vera sjálfboðaliði. Rannsókn á eldra fólki sem vann að jafnaði 200 klst. sjálfboðaliðastarf á ári sýndi að það minnkaði líkurnar á háþrýstingi um allt að 40%. Hugsanlega var ástæðan að í sjálfboðaliðastarfinu rufu þau félagslega einangrun sína og minnkuð streituna sem veldur því að einangrast. 

Það að aðstoða aðra er ekki bara gott fyrir þá sem þess njóta heldur líka þá sem aðstoða. Við aukum hamingju okkar með því að hjálpa öðrum, bætir líðan og heilsu. Hjálpsemi myndar sterkari tengsl á milli fólks og býr til betra samfélag. Það að hjálpa öðrum snýst ekki um peningaaðstoð, heldur að gefa öðrum af sér, t.d. tíma sinn. Aðalmálið er ef þú villt að þér líði vel, þá þarftu að stuðla að vellíðan annarra.

Æfing dagsins

Láttu gott af þér leiða með því bjóða fram vinnu þína í samfélagslegt verkefni sem þér finnst skipta máli.